5.221 kílómetri fyrir þrjú stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfarar. fréttablaðið/valli Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti