Óþekkir rauðhausar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 08:00 Kysstu rauðhaus-dagurinn eða Kiss A Ginger Day var haldinn hátíðlegur í sjöunda skipti í gær. Dagurinn er andsvar við Sparkaðu í rauðhaus-daginn sem er einmitt haldinn í nóvember. Jú, endilega. Kyssumst meira. Spörkum minna. Fínt. Svo fór ég aðeins að spá í þennan ímyndarhernað og tilganginn. Gúgglaði brandara um rauðhærða sem eru óhemju margir og ganga allir út á að rauðhærðir séu ófríðir og eigi enga vini: Hvernig gerir þú rauðhaus ringlaðan? Með því að senda honum vinabeiðni á Facebook. Hvað kallast myndarlegur kærasti rauðku? Fangi. Hvað eiga rauðhausar og útdauðar risaeðlur sameiginlegt? Ekki nógu mikið. Ég varð alls ekki fyrir mikilli stríðni sem krakki. Var spurð einu sinni hvort það væri kviknað í hárinu á mér. Sá hinn sami fékk á kjaftinn og ég var ekki spurð aftur. Nú hugsa einhverjir: Einmitt! Rauðhærð og skapstór! En það er einmitt ein mýtan af mörgum um rauðhærða. Rauðhærðir ku líka vera orðhvassir og beinskeyttir. Sagt var um Önnu í Grænuhlíð að skapið stóra væri í stíl við hárið. Ég fékk sjálf viðurnefnið Rauða hættan þegar ég var lítil, vegna uppátækja og skapofsakasta. Ég vil reyndar meina að það sé of mikið gert úr meintri óþægð vegna háralitarins. Sögurnar verða bara svo miklu skemmtilegri. Eldrauðar krullur, hás og kolvitlaus, eins og lítill skratti. Bróðir minn var miklu brjálaðri en ég. En hann lítur út eins og engill. Ljóshærður með geislabaug. Það segir enginn sögur af honum í jólaboðum! Það er litríkt safnið af rauðhærðum skúrkum. Bókmennta- og kvikmyndasagan er yfirfull af rauðhærðum nornum, hórum og hrekkjusvínum. Ein merkilegasta rauðhærða söguhetjan að mínu mati er þó vel falin í sögunni. Það er hún Lilit, fyrsta kona Adams. En Lilit fór frá Adam því hún þoldi ekki karlrembuna í honum og neitaði að vera honum undirgefin. Þannig að hún fékk sér nýjan elskhuga, sjálfan djöfullinn. Þá var Eva sköpuð úr rifbeini Adams svo konan yrði eftirleiðis þæg og góð. Eva var ekki rauðhærð. Þannig að þrátt fyrir að sagan bjóði rauðhærðum stúlkubörnum ekki upp á mjög hefðbundnar fyrirmyndir þá eigum við alla vega fyrsta femínistann. Koss fyrir því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun
Kysstu rauðhaus-dagurinn eða Kiss A Ginger Day var haldinn hátíðlegur í sjöunda skipti í gær. Dagurinn er andsvar við Sparkaðu í rauðhaus-daginn sem er einmitt haldinn í nóvember. Jú, endilega. Kyssumst meira. Spörkum minna. Fínt. Svo fór ég aðeins að spá í þennan ímyndarhernað og tilganginn. Gúgglaði brandara um rauðhærða sem eru óhemju margir og ganga allir út á að rauðhærðir séu ófríðir og eigi enga vini: Hvernig gerir þú rauðhaus ringlaðan? Með því að senda honum vinabeiðni á Facebook. Hvað kallast myndarlegur kærasti rauðku? Fangi. Hvað eiga rauðhausar og útdauðar risaeðlur sameiginlegt? Ekki nógu mikið. Ég varð alls ekki fyrir mikilli stríðni sem krakki. Var spurð einu sinni hvort það væri kviknað í hárinu á mér. Sá hinn sami fékk á kjaftinn og ég var ekki spurð aftur. Nú hugsa einhverjir: Einmitt! Rauðhærð og skapstór! En það er einmitt ein mýtan af mörgum um rauðhærða. Rauðhærðir ku líka vera orðhvassir og beinskeyttir. Sagt var um Önnu í Grænuhlíð að skapið stóra væri í stíl við hárið. Ég fékk sjálf viðurnefnið Rauða hættan þegar ég var lítil, vegna uppátækja og skapofsakasta. Ég vil reyndar meina að það sé of mikið gert úr meintri óþægð vegna háralitarins. Sögurnar verða bara svo miklu skemmtilegri. Eldrauðar krullur, hás og kolvitlaus, eins og lítill skratti. Bróðir minn var miklu brjálaðri en ég. En hann lítur út eins og engill. Ljóshærður með geislabaug. Það segir enginn sögur af honum í jólaboðum! Það er litríkt safnið af rauðhærðum skúrkum. Bókmennta- og kvikmyndasagan er yfirfull af rauðhærðum nornum, hórum og hrekkjusvínum. Ein merkilegasta rauðhærða söguhetjan að mínu mati er þó vel falin í sögunni. Það er hún Lilit, fyrsta kona Adams. En Lilit fór frá Adam því hún þoldi ekki karlrembuna í honum og neitaði að vera honum undirgefin. Þannig að hún fékk sér nýjan elskhuga, sjálfan djöfullinn. Þá var Eva sköpuð úr rifbeini Adams svo konan yrði eftirleiðis þæg og góð. Eva var ekki rauðhærð. Þannig að þrátt fyrir að sagan bjóði rauðhærðum stúlkubörnum ekki upp á mjög hefðbundnar fyrirmyndir þá eigum við alla vega fyrsta femínistann. Koss fyrir því!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun