Innlent

Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Vísir/GVA
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. Á vef Umboðsmanns kemur fram að sérstaklega sé óskað eftir upplýsingunum um þessi atriði þegar umsækjandi er barn. 

Segist Umboðsmaður hafa gert þetta vegna mála tveggja albanskra fjölskyldna sem hafa verið töluvert til umfjöllunar síðastliðna viku. 

Segist Umboðsmaður hafa óskað eftir þessum upplýsingum til að geta tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til að taka almenna framkvæmd Útlendingastofnunar í málum af þessum toga eða einstaka þætti hennar til athugunar að eigin frumkvæði. Afrit af bréfinu var sent innanríkisráðherra og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til upplýsinga. Lesa bréf Umboðsmanns hér. 


Tengdar fréttir

Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót

Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin.

Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna

Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×