Fótbolti

Strákarnir fengu sér dýrustu klippingu sem Rúrik hefur heyrt um

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik á æfingu í Amsterdam á þriðjudaginn.
Rúrik á æfingu í Amsterdam á þriðjudaginn. Vísir/Valli
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er þekktur fyrir að vera með hlutina á hreinu þegar kemur að vera snyrtilegur, vel til fara og ekki síst vel klipptur og greiddur. Við fengum Rúrik til þess að leggja sitt mat á klippinguna sem Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason skelltu sér í í fyrrakvöld.

„Jói þarf náttúrulega að láta klippa sig á tveggja daga fresti með þennan hjálm sem hann er með,“ segir Rúrik í léttu spjalli við blaðamann í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær mætti rakari á hótel strákanna í gærkvöldi og klippti fyrrnefnda leikmenn.

„Þetta var einhver svaka tappi sem Kolli reddaði. Ég held að þetta hafi verið dýrasta klippingin sem ég hef heyrt um,“ segir Rúrik. Hann upplýsir að klippingin hafi átt að kosta 150 evrur eða tæpar 23 þúsund krónur. Strákarnir hafi fengið afslátt, 50 evrur var lokaverðið.

„Ég sé ekki neinn mun á þessu og á hinni almennu rakarastofu,“ segir Rúrik og hlær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×