Innlent

„Þetta er tap á hverjum einasta degi“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Birgir Guðmundsson, hótelstjóri.
Birgir Guðmundsson, hótelstjóri. Vísir/Pjetur
„Auðvitað erum við að tapa á þessu. Við áttum að opna síðastliðinn föstudag, verkið er klárt og allir okkar fjármunir liggja í húsnæðinu og engar tekjur á móti útlögðum kostnaði,” segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík.

Endurbótum á hótelinu lauk á föstudaginn síðastliðinn, en um er að ræða fjölgun á hótelherbergjum sem nemur 39 herbergjum og kaffihúsi sem átti að taka í gagnið á föstudaginn fyrir viku. Ekki fást tilskilinn rekstrarleyfi fyrir viðbótinni við hótelið í ljósi verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu.

Aðspurður segist Birgir ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um ræðir. „Það er alltaf erfitt að meta, en þetta er visst tap á hverjum einasta degi sem líður.”

Ásamt fjölgun herbergja stóð til að opna nýtt alrými þar sem yrði salur fyrir allt að fimmtíu manns og annað rými fyrir 25-30 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×