Sport

Williams vann sinn 700. sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Williams fagnar sigrinum í átta liða úrslitunum.
Williams fagnar sigrinum í átta liða úrslitunum. vísir/getty
Tenniskonan Serena Williams vann sinn 700. sigur á alþjóðavettvangi í gær þegar hún vann Sabine Lisicki á móti í Miami. Með sigrinum tryggði hún sér sæti í undanúrslitum mótsins, en vegna meiðsla þurfti hún að draga sig úr keppni.

Þessi 33 ára gamla Bandaríkjakona vann Lisicki 7-6 (7-4) 1-6 6-3 í 8-liða úrslitunum í gær. Williams átti að mtæa Simona Halep, sem er sú þriðjaá heimslistanum, en Williams þurfti að daga sig úr keppninni vegna meiðsla.

Eins og áður sagði var þetta 700. sigur Williams í WTA-leikjum, en hún á enn langt í land með að ná Martina Navratilova sem hefur unnið flesta leikina eða 1442.

Williams hafði átt í vandræðum með hnémeiðsli í aðdraganda mótsins. Hún píndi sig þó í gegnum átta liða úrslitin, en gat svo ekki meir. Henni var mikið fagnað þegar ljóst var að hún hafið unnið sinn 700. leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×