Fótbolti

Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður gengur hér af velli eftir Króatíuleikinn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni. Margir héldu að það yrði hans síðasti landsleikur. Svo verður ekki.
Eiður gengur hér af velli eftir Króatíuleikinn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni. Margir héldu að það yrði hans síðasti landsleikur. Svo verður ekki. vísir/vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því.

Eftir síðari umspilsleikinn um laust sæti á HM gegn Króötum sagði Eiður Smári að hann væri væntanlega búinn að spila sinn síðasta landsleik.

Eiður hefur aftur á móti gengið í endurnýjun lífdaga hjá Bolton þar sem hann er að spila mjög vel. Hann er líka sá framherji í hópnum sem er að spila mest, og best, þessa dagana.

„Eiður var mjög jákvæður á þetta verkefni þó svo konan hans eigi von á barni á svipuðum tíma og leikurinn fer fram. Það er virðingarvert af honum og sýnir hvernig týpa hann er. Hann er til í að fórna sér fyrir land og þjóð," segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann er glaður að fá Eið aftur inn í hópinn.

„Það þurfti ekkert að sannfæra hann í þetta verkefni. Hann var tilbúinn og veit hvernig staðan er hjá okkur. Við leituðum til hans og hann var til í slaginn."


Tengdar fréttir

Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni

Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×