Fótbolti

Birkir Bjarna: Gæti ekki verið betra

Óskar Ófeigur Jónsson í Kazakstan skrifar
Birkir í leikslok.
Birkir í leikslok. vísir/getty
Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Kasakstan á Astana-leikvanginum í kvöld og hann var að vonum kátur í leikslok eftir flottan sigur.

 

„Þetta var frábær leikur. Við erum að spila mjög vel sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum þá að spila boltanum vel á milli okkar," sagði Birkir eftir leikinn.

 

„Við vorum bara rólegir og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þeir komu svolítið inn í leikinn í seinni hálfleikinn endan vanir þessu gervigrasi. Þeir voru þá að spila vel en við náðum að klára þetta í lokin," sagði Birkir.

 

„Það er alltaf gaman að skora. Ég er búinn að vera að skora á Ítalíu og það er bara gaman að geta haldið því áfram hérna," sagði Birkir. Hann hafði smá heppni með sér í seinna markinu.

 

„Það snertir einn varnarmann en samt alveg eins gaman að sjá boltann í markinu," sagði Birkir. Staða íslenska liðsins í riðlinum er mjög góð með tólf stig að fimmtán mögulegum.

 

„Þetta gæti ekki verið betra. Við erum vissulega svekktir með síðasta leik en eins og þetta er núna þá er þetta mjög gott," sagði Birkir.

 

„Við erum að spila mjög vel allir ellefu og það eru allir að leggja sig hundrað prósent fram. Við gerum þetta mjög vel saman," sagði Birkir að lokum.


Tengdar fréttir

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×