Fótbolti

Elmar gæti misst af næsta landsleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Theodór Elmar Bjarnason gæti misst af leik Íslands gegn Kasakstand í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins en hann er að glíma við meiðsli í hné.

Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag en Elmar, sem leikur með Randers, telur líklegt að hann muni missa af leik sinna manna gegn FC Kaupmannahöfn á föstudaginn.

„Ég hef áður tekist á við krossbandsmeiðsli en þetta er í fyrsta sinn sem ég er með sködduð liðbönd. Það er erfitt að meta hversu slæm meiðslin eru,“ sagði hann og bætti við að hann yrði 1-4 vikur að jafna sig.

„Það er ekki líklegt að ég spili á móti FC Kaupmannahöfn og það væri virkilega pirrandi ef ég myndi líka missa af landsleiknum með Íslandi. En ég vona það besta og að ég sleppi eins auðveldlega frá þessu og mögulegt er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×