Fótbolti

Þjálfari Tyrklands: Mikil pressa á okkur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Terim þungur á brún á fundinum í gær.
Terim þungur á brún á fundinum í gær. fréttablaðið/anton
Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á von á gríðarlega erfiðum leik í kvöld Terim segist muna eftir því að leika hérna sem leikmaður.

„Íslenska liðið er mjög sterkt líkamlega. Markmiðið er að byrja þetta vel og ég vona bara að leikmenn mínir gefi allt í þetta. Það má ekki gleyma því að Ísland er með lið sem komst lengra en við í síðustu undankeppni og er með marga leikmenn sem spila í stærstu deildum heims. Það gæti reynst þeim vel að þeir eru flestir komnir af stað á tímabilinu en mínir leikmenn eru að byrja tímabilið,“ sagði Terim, sem ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu.

„Þeir eru teknískari en þeir voru áður svo við þurfum að gæta okkur vel á þeim. Þessir leikmenn eru allir að spila á stóra sviðinu og þeir eru stoltir af landi sínu og þjóð og vilja gera Íslendinga stolta af þeim. Í brúnni er svo Lars Lagerbäck sem ég ber mikla virðingu fyrir. Við erum með metnaðarfullt lið sem vinnur vel saman Það er mikil pressa á okkur heiman frá.

Eftir að hafa misst af tveimur stórmótum í röð er gerð krafa að við komumst á EM í Frakklandi,“ en að lokum var Terim spurður hvort hann óttaðist að eldgosið myndi hafa áhrif á leikinn. „Ég hef litlar áhyggjur af þessu, við getum ekkert gert í þessu nema bara að fara á morgun og spila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×