Fótbolti

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Kristinn Páll Teitsson í Plzen skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Vísir/daníel
„Frammistaðan hefur verið betri en mér fannst hún ekkert vera eitthvað alslæm þrátt fyrir tap. Það hefði mátt vera meira flæði í sóknarleiknum okkar," sagði Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn.

„Við vissum fyrir leikinn að þeir myndu reyna að pressa á okkur. Þeir eru öflugir í pressu og gott fótboltalið sem er erfitt að mæta."

Jón Daði var að vonum svekktur með bæði mörk tékkneska liðsins sem voru í skrautlegri kantinum.

„Ég kem eflaust út eins og skúrkurinn í þessu. Ég á manninn sem skallar boltann í netið í fyrra markinu og í seinna markinu hrekkur boltinn af mér og Hannes missir af honum. Það er erfitt að útskýra sigurmarkið og pirrandi að vera hluti af báðum mörkum Tékklands í leiknum."

Þrátt fyrir slaka frammistöðu í leiknum fengu íslensku strákarnir færi í leiknum til þess að stela stigi.

„Við áttum nokkur fín færi í leiknum og við hefðum alveg getað fengið eitthvað úr leiknum. Það er svekkjandi að fara héðan með engin stig," sagði Jón Daði.


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×