Fótbolti

Gylfi í hoppæfingum á Hilton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Þorgrímur Þráinsson, sem á sæti í landsliðsnefnd Knattspyrnusambandsins, segir að það séu góðar horfur fyrir því að Gylfi Þór Sigurðsson spili í kvöld.

Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld en strákarnir eru með fullt hús stiga eftir sigur á Tyrklandi og Lettlandi í fyrstu tveimur leikjunum.

Þorgrímur var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann kom að heilmörgu varðandi umhverfi íslenska landsliðsins. Hann var einnig spurður um meiðsli Gylfa Þórs sem fékk högg á ökklann snemma leiks gegn Lettlandi.

„Gylfi var klukkan 10 í gærkvöldi að gera hoppæfingar á teppinu á fimmtu hæð á Hilton. Það leit bara vel út,“ sagði Þorgrímur sem bætti því við að hann spáði Íslandi 2-0 sigri í kvöld.


Tengdar fréttir

Gylfi: Vildi klára leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×