Fótbolti

„Aldrei séð neitt lið loka jafn vel á Robben“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robben í baráttu við Birki Bjarnason í kvöld.
Robben í baráttu við Birki Bjarnason í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Lars Lagerbäck segir að það hafi verið skemmtilegt að sjá hversu vel íslenska landsliðinu gekk að loka á Arjen Robben í 2-0 sigri Íslands á Hollandi í kvöld.

Robben er einn besti leikmaður heims og hefur margsinnis farið illa með bestu varnarmenn heims. En hann náði sér aldrei á strik á Laugardalsvellinum í kvöld.

„Við reyndum að gefa bakverðinum okkar stuðning,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Ari Freyr Skúlason byrjaði sem vinstri bakvörður í kvöld en varð að fara af velli vegna meiðsla í hálfleik. Birkir Már Sævarsson leysti hann af hólmi.

„Það voru þrír leikmenn sem hjálpuðu mikið til. Birkir [Bjarnason] stóð sig mjög vel, líkt og Aron og Ragnar. Þess fyrir utan voru alltaf leikmenn reiðubúnir að hjálpa til - stundum Jón Daði og Kolbeinn.“

„Ég hef aldrei séð nokkur lið loka jafn vel á hann og við gerðum í kvöld. Það var einstakt.“

Ari Freyr fór af velli eftir að hafa fengið högg í lærið frá Robben í kvöld.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×