Fótbolti

Landsliðið æfir tvisvar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Getty
Íslenska landsliðið æfði í morgun hér í Riga í Lettlandi og komust allir klakklaust frá henni, að sögn Ómars Smárasonar hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Jóhann Berg Guðmundsson er sá eini í leikmannahópnum sem á við meiðsli að stríða en hann er enn í Englandi og fær úr því skorið í dag hvort hann geti komið til Riga.

Alfreð Finnbogason missti af leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði vegna axlarmeiðsla en er kominn aftur af stað og hefur ekki kennt sér meins hér úti.

Landsliðshópurinn kom saman í Riga á mánudag og æfði þá einu sinni, líkt og í gær. Tvær æfingar eru í dag en á seinni æfingunni gefst fjölmiðlum kostur á að taka viðtöl við leikmenn.

„Hér er allt til fyrirmyndar,“ sagði Ómar við Vísi í morgun. „Æfingavöllurinn er góður og hótelið fínt. Það eina sem hægt er að kvarta undan er veðrið en það hefur verið rok og nokkuð kalt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×