Fótbolti

Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir á æfingunni í Riga í dag.
Heimir á æfingunni í Riga í dag. Vísir/Valli
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að þjálfarateymið hafi eytt talsverðum tíma í að kortleggja lettneska liðið.

„Þetta er allt fremur jákvætt,“ sagði hann fyrir æfingu íslenska liðsins á Skonto-leikvanginum í dag. „Allir eru frískir og sá eini sem ekki verður með er Jóhann Berg [Guðmundsson].“

Lettland er fyrirfram talið lakari aðilinn í leiknum á föstudag en njóta þess að spila á heimavelli. Heimir bendir einnig á að liðið hafi ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum þess.

„Þeir hafa verið þéttir fyrir og spilað grimman varnarleik. Við verðum að hrósa [Marian] Pahars [landsliðsþjálfara] fyrir hversu fljótlega honum hefur tekist að setja handbragð sitt á liðið.“

„Pahars er með skýra hugmynd um hvernig liðið á að spila og það hefur gengið vel eftir hingað til.“

Leikurinn gegn Lettlandi hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×