Fótbolti

Þórir: Ákvörðunin verður tekin á faglegum forsendum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sú staða er komin upp að íslenska u-21 árs landsliðið leikur leiki í umspili upp á sæti á Evrópumótinu 2015 á sama tíma og A-landsliðið á leik í næsta mánuði en tveir leikmenn voru boðaðir í báða leikmannahópa fyrir landsleikina á síðustu dögum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur upp en stjórn KSÍ ákvað að veita Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins, forgang árið 2010 þegar sama staða kom upp þegar íslenska U21 árs landsliðið átti umspilsleiki við Skotland framundan en A-landsliðið átti leik gegn Portúgal.

Jón Daði Böðvarsson lék með A-landsliðinu á þriðjudaginn en Hörður Björgvin Magnússon lék leikinn með U-21 árs landsliðinu og var ákvörðunin tekin á faglegum forsendum líkt og gert verður í næsta mánuði samkvæmt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ.

„Það er langt í þessa leiki og það getur margt gerst þangað til, meðal annars meiðsli. Ég efast ekki um það að þjálfarar beggja liða muni leysa málin og þeir munu gera það á faglegan hátt,“ sagði Þórir en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

U-21 árs landsliðið komið í umspil

Íslenska U-21 árs landsliðið er komið í umspil um laust sæti á EM. Þetta varð staðfest í kvöld þegar riðlakeppninni lauk endanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×