Ökuþórinn Mr. Bean Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 09:47 Ökuþórinn Rowan Atkinson. Grínistinn Rowan Atkinson, sem hvað þektkastur er sem Mr. Bean, er forfallinn bílaáhugamaður og tíður þátttakandi í bílasporti hverskonar. Hann var einn keppanda í kappakstrinum Goodwood Revival í Bretlandi í síðustu viku, þar sem keppt er á eldri bílum. Það fór ekki betur fyrir „Bauninni“ þar en svo að hann lenti í heilmiklum árekstri og stórskemmdi bílinn sem hann ók. Það var bíll af eldri gerðinni, Ford Falcon Sprint og skemmdist hann það mikið að Atkinson varð að hætta keppni. Hann slapp þó við meiðsli og hefur örugglega séð eitthvað spaugilegt við óheppni sína undir stýri þann daginn. Rowan Atkinson er með ólæknandi bíladellu og á til dæmis McLaren F1 bíl. Sá bíll hefur líka fengið að finna fyrir aksturslagi Atkinson og hefur hann tvisvar lent í árekstri á honum. Ávallt hefur hann þó sloppið vel úr þessum árekstrum. Atkinson virðist ekki vera alls varnað þegar kemur að kappakstri, en hann átti um tíma hraðasta hringinn í akstursbraut Top Gear bílaþáttarins. Hann á það líka til að skrifa greinar í bresk bílatímarit og gleður lesendur sína þar líkt og með persónusköpun sinni á ólíkindatólinu Mr. Bean. Rowan Atkinsons ekur um á McLaren F1. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent
Grínistinn Rowan Atkinson, sem hvað þektkastur er sem Mr. Bean, er forfallinn bílaáhugamaður og tíður þátttakandi í bílasporti hverskonar. Hann var einn keppanda í kappakstrinum Goodwood Revival í Bretlandi í síðustu viku, þar sem keppt er á eldri bílum. Það fór ekki betur fyrir „Bauninni“ þar en svo að hann lenti í heilmiklum árekstri og stórskemmdi bílinn sem hann ók. Það var bíll af eldri gerðinni, Ford Falcon Sprint og skemmdist hann það mikið að Atkinson varð að hætta keppni. Hann slapp þó við meiðsli og hefur örugglega séð eitthvað spaugilegt við óheppni sína undir stýri þann daginn. Rowan Atkinson er með ólæknandi bíladellu og á til dæmis McLaren F1 bíl. Sá bíll hefur líka fengið að finna fyrir aksturslagi Atkinson og hefur hann tvisvar lent í árekstri á honum. Ávallt hefur hann þó sloppið vel úr þessum árekstrum. Atkinson virðist ekki vera alls varnað þegar kemur að kappakstri, en hann átti um tíma hraðasta hringinn í akstursbraut Top Gear bílaþáttarins. Hann á það líka til að skrifa greinar í bresk bílatímarit og gleður lesendur sína þar líkt og með persónusköpun sinni á ólíkindatólinu Mr. Bean. Rowan Atkinsons ekur um á McLaren F1.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent