Fótbolti

Hannes Þór: Þetta var langþráður sigur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir fagna í kvöld.
Strákarnir fagna í kvöld. vísir/andri marinó
„Varnarlínan var frábær og ég veit ekki hvar maður á að stíga niður fæti. Það voru allir frábærir og leikur okkar var fagmannlegur. Við hleyptum þeim aldrei í gegnum okkur og spiluðum frábæran sóknarleik líka. Við gáfum þeim aldrei séns og keyrðum yfir þá,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.

Hannes hélt hreinu og var öryggið uppmálað í öruggum 3-0 sigri Íslands.

„Það er alltaf yndisleg tilfinning að halda hreinu og ég fékk mikla aðstoð í dag frá liðinu og varnarliðinu. Þetta var rólegur dagur hjá mér. Það breytir engu. Maður er alltaf ánægður með að halda hreinu.“

Hannes hefur verið í atvinnumennsku hjá Sandnes Ulf í um ár. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn og virðist fullur sjálfstrausts.

„Mér persónulega gengur vel úti en við höfum reyndar ekki unnið leik síðan í júní þannig að þetta var langþráður sigur fyrir mig. Ég er ánægður með minn leik úti og frábært að fá glæsilegan landsleik sem aukabúst. Nú er bara að halda áfram, reyna að halda Sandnes í deildinni og svo aftur með landsliðinu í október.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×