Innlent

Framkvæmdastjóri AFE leystur undan starfsskyldum

Þorvaldur Lúðvík fór fram á að vera leystur undan starfskyldum
Þorvaldur Lúðvík fór fram á að vera leystur undan starfskyldum
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) og einn þeirra sem ákærður er í Stím málinu svokallaða, hefur verið leystur undan starfsskyldum. Þetta kemur fram í frétt Akureyri vikublaðs.



Ákvörðunin er að frumkvæði Þorvaldar sem samþykkt var á stjórnarfundi AFE klukkan 14 í dag. Oddur Helgi Halldórsson, sem hefur farið með starf formanns stjórnar AFE, mun sinna opinberum skyldum félagsins á meðan Þorvaldur er frá störfum.



Þorvaldur mun þó ekki hætta störfum alfarið því stjórn AFE fór fram á að hann sinnti öðrum verkefnum sem hann hefur unnið að fyrir félagið fram til þessa. Þeirra á meðal eru verkefni sem snúa að uppbyggingu á Dysnesi fyrir stórskipahöfn og mun hann áfram sinna stjórnarsetu í Kárhólsverkefninu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×