Ding dong nornin er dauð! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Þetta var meðal athugasemda sem fólk lét út úr sér þegar Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, lést um daginn. Hún var óvinsæll stjórnmálamaður svo ekki sé meira sagt og sumar athugasemdanna voru ljótar. Ég viðurkenni að þekkja ekki það vel til stjórnunarhátta Thatcher að geta úttalað mig um þá, svoleiðis, en mér skilst að þeir ríku hafi orðið ríkari í stjórnartíð hennar og þeir fátæku fátækari. Það er aldrei gott. En ein þeirra athugasemda sem ég rak augun í, varð til þess að ég fór að velta allt öðru fyrir mér. Sú athugasemd var eitthvað á þá leið að Járnfrúin hefði verið versti femínisti í heimi og það væri henni að kenna að kona hefði ekki sest í forsætisráðherrastól Bretlands síðan hún vermdi hann. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ósjálfrátt eru gerðar kröfur á þær konur sem setjast í valdastól eða komast í stjórnunarstöðu að þær beri hag annarra kvenna sérstaklega fyrir brjósti. Þær séu fyrirmyndir og baráttumanneskjur, í þeirra skjóli sé konum borgið og jafnrétti náð. Ég geri þetta sjálf. Þegar kona varð biskup yfir Íslandi, í fyrsta sinn, varð ég yfir mig spennt yfir því að kona sæti í stóli forsætisráðherra í fyrsta sinn, kona væri forseti Alþingis um leið og að kona hefði verið kosin biskup. Fannst það flott. Gjammaði einmitt eitthvað um „kvennaríkið Ísland“ á Facebook og fannst ákveðnu takmarki náð. En nýjustu tölur um launamun kynjanna segja annað. Einhver benti á í framhaldinu af þessari athugasemd um Thatcher að hún hefði ekki litið á sig sem neinn kyndilbera kvenna, hún hefði ekki verið forsætisráðherra á þeirra forsendum, heldur á sínum eigin og þá gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta væru ósanngjarnar kröfur á konurnar í valda- og stjórnunarstöðum. Að kynferðið gerði þeim ókleift að sinna starfi sínu á eigin forsendum? Ég fékk engan botn í þessar vangaveltur því í raun er mér fyrirmunað að skilja af hverju jafnrétti er ekki bara sjálfsagt mál. Finnst það svo augljóst. Eða hvað? Svo lengi sem ég finn hjá mér þörf fyrir að gjamma sérstaklega um það á Facebook þegar kona landar góðri vinnu er takmarkinu varla náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Þetta var meðal athugasemda sem fólk lét út úr sér þegar Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, lést um daginn. Hún var óvinsæll stjórnmálamaður svo ekki sé meira sagt og sumar athugasemdanna voru ljótar. Ég viðurkenni að þekkja ekki það vel til stjórnunarhátta Thatcher að geta úttalað mig um þá, svoleiðis, en mér skilst að þeir ríku hafi orðið ríkari í stjórnartíð hennar og þeir fátæku fátækari. Það er aldrei gott. En ein þeirra athugasemda sem ég rak augun í, varð til þess að ég fór að velta allt öðru fyrir mér. Sú athugasemd var eitthvað á þá leið að Járnfrúin hefði verið versti femínisti í heimi og það væri henni að kenna að kona hefði ekki sest í forsætisráðherrastól Bretlands síðan hún vermdi hann. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ósjálfrátt eru gerðar kröfur á þær konur sem setjast í valdastól eða komast í stjórnunarstöðu að þær beri hag annarra kvenna sérstaklega fyrir brjósti. Þær séu fyrirmyndir og baráttumanneskjur, í þeirra skjóli sé konum borgið og jafnrétti náð. Ég geri þetta sjálf. Þegar kona varð biskup yfir Íslandi, í fyrsta sinn, varð ég yfir mig spennt yfir því að kona sæti í stóli forsætisráðherra í fyrsta sinn, kona væri forseti Alþingis um leið og að kona hefði verið kosin biskup. Fannst það flott. Gjammaði einmitt eitthvað um „kvennaríkið Ísland“ á Facebook og fannst ákveðnu takmarki náð. En nýjustu tölur um launamun kynjanna segja annað. Einhver benti á í framhaldinu af þessari athugasemd um Thatcher að hún hefði ekki litið á sig sem neinn kyndilbera kvenna, hún hefði ekki verið forsætisráðherra á þeirra forsendum, heldur á sínum eigin og þá gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta væru ósanngjarnar kröfur á konurnar í valda- og stjórnunarstöðum. Að kynferðið gerði þeim ókleift að sinna starfi sínu á eigin forsendum? Ég fékk engan botn í þessar vangaveltur því í raun er mér fyrirmunað að skilja af hverju jafnrétti er ekki bara sjálfsagt mál. Finnst það svo augljóst. Eða hvað? Svo lengi sem ég finn hjá mér þörf fyrir að gjamma sérstaklega um það á Facebook þegar kona landar góðri vinnu er takmarkinu varla náð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun