Sport

Sögulegur sigur hjá Djokovic í Melbourne

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í dag sigur á opna ástralska mótinu í tennis þriðja árið í röð þegar hann vann Bretann Andy Murray 3-1 í úrslitaleiknum í Melbourne.

Djokovic er fyrsti maðurinn til að vinna þetta fyrsta risamót ársins þrjú ár í röð frá því að opna ástralska mótið varð að atvinnumannamóti en í tvö af þremur skiptum hefur Novak unnið Andy Murray í úrslitaleiknum,

Andy Murray byrjaði úrslitaleikinn vel og vann fyrsta settið 6-7 eftir æsispennu en Djokovic náði að jafna í næsta setti þegar hann vann 7-6 eftir ekki minni spennu.

Novak Djokovic tryggði sér síðan sigurinn með því að vinna tvö síðustu settin nokkurð örugglega 6-3 og 6-2.

Novak Djokovic hefur nú unnið sjö risamót á ferlinum þar af opna ástralska mótið fjórum sinnum (2008, 2011, 2012, 2013). Djokovic er einnig búinn að vinna opna franska (2012), Wimbledon (2011) og opna bandaríska (2011).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×