Viðskipti erlent

Ríkissjóður Dana getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar

Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur eru vextir á ríkisskuldabréfum þar í landi orðnir neikvæðir. Þetta þýðir að ríkissjóður Danmerkur getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar.

Aðeins eitt annað land í Evrópu er í sömu stöðu en það er Sviss. Seðlabanki Danmerkur seldi í morgun ríkisskuldabréf til tveggja ára. Vextir á þeim reyndust neikvæðir um 0,08%. Eftirspurn eftir þessum bréfum reyndist þar að auki ríflega tvöföld á við framboðið.

Í frétt börsen um málið segir að neikvæðir vextir á þessum bréfum sýni einfaldlega að Danmörk er talin öruggt skjól fyrir fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×