Viðskipti erlent

Rætt um það í fullri alvöru að Grikkland yfirgefi evruna

Magnús Halldórsson skrifar
Starfsmenn Seðlabanka Evrópu ræða nú um það í fullri alvöru, að Grikkland yfirgefi evrusvæðið, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC, og taki upp drökmuna á nýjan leik.

Pólitísk óvissa hefur aukist nokkuð í Grikklandi að undanförnu, en óljóst er hvort það tekst að koma niðurskurðaraðgerðum í framkvæmd, sem eru skilyrði fyrir lánveitingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðum og Evrópusambandinu. Mikil andstaða er meðal almennings í Grikklandi gagnvart niðurskurðaraðgerðunum, en þær fela meðal annars í sér að fimmtán þúsund opinberir starfsmenn munu missa vinnuna og lífeyrisréttindi verða lækkuð umtalsvert. Erfiðlega hefur gengið hjá stjórnmálaflokkum í landinu að ná samstöðu um þessar aðgerðir, er jafnvel talið að kjósa þurfi á nýjan leik þarf umboð ríkisstjórnarinnar til frekari starfa þykir of veikt.

Atvinnuleysi mælist nú ríflega 20 prósent í Grikklandi, og er talið að það muni aukast nokkuð ef niðurskurðaraðgerðirnar komast allar til framkvæmda.

Sjá má fyrrnefnda umfjöllun BBC um stöðuna í Grikklandi hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×