Viðskipti erlent

Amazon uppfærir Kindle vörulínuna

Jeff Bezos, stjórnarformaður Amazon, kynnir Kindle Fire spjaldtölvuna á síðasta ári.
Jeff Bezos, stjórnarformaður Amazon, kynnir Kindle Fire spjaldtölvuna á síðasta ári. mynd/AFP
Vefverslunin Amazon mun uppfæra spjaldtölvur sínar í sumar. Talið er að fyrirtækið muni kynna nýtt Kindle lesbretti sem og nýja og stærri Kindle Fire spjaldtölvu.

Samkvæmt fréttaveitu Reuters mun nýja Kindle lesbrettið búa yfir einlitum skjá líkt og forverar sínir, en mun aftur á móti innihalda innbyggðan lampa svo að notendur geti loks lesið í myrkri.

Nýja lesbrettið verður einnig búið snertiskjá og mun styðja 3G farnetsþjónustu og þráðlaust internet. Tilkoma lampans mun auka orkunýtingu tækisins verulega en rafhlöðuending Kindle hefur hingað til verið afar góð eða um tveir mánuðir.

Þá mun Amazon einnig uppfæra Kindle Fire spjaldtölvuna. Talið er að skjár hennar verði stækkaður í 8.9 tommur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×