Viðskipti erlent

Kim verður næsti forseti Alþjóðabankans

Jim Yong Kim
Jim Yong Kim mynd/AP
Bandaríkjamaðurinn Jim Yong Kim hefur verið valinn næsti forseti Alþjóðabankans. Kim var tilnefndur af Barack Obama, Bandaríkjaforseta.

Baráttan um forsetastólinn var óvanalega hörð í þetta sinn. Helsti keppinautur Kims var Ngozi Okonjo-Iweala en hann er fjármálaráðherra Nígeríu.

Töluverður þrýstingur var á að næsti forseti bankans yrði frá þróunarlöndunum.

Kim er af kóresku bergi brotinn. Hann er læknir að mennt og hefur verið rektor Dartmouth háskólans síðustu ár. Hann hefur einnig setið í stjórn alnæmisvarnardeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×