Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur 14. janúar 2012 17:29 Ölgerðin Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Sjá meira
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07