Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald 1. desember 2011 08:30 Jóhannes Baldursson, var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh Fréttir Stím málið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh
Fréttir Stím málið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira