Á hærra plani Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. október 2010 06:00 Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg. Meira að segja samflokksmenn hans - fyrrverandi lærisveinar - voru ekki alveg reiðubúnir að fallast á þennan málflutning, þorðu auðvitað ekki að púa en hummuðu þetta svona fram af sér og biðu eftir að hann færi af sviðinu. Nú grípur fjármagnsfrelsarinn aftur til nærtækustu samlíkingarinnar og segir að svik þingheims séu slík að sjálfur Júdas hefði hengt sig tvisvar. Og nú fær hann barasta merkilega góðar undirtektir. Eftir að hafa verið föst í heldur úldnu og fyrirsjánlegu fari undanfarin tvö ár, er gusturinn sem fylgir þeirri stigmagnandi geggjun sem hlaupið hefur í þjóðfélagsumræðuna á undanförnum dögum næstum því hressandi. Það er að segja ef hann væri ekki svona daunillur. Fólk sem fyrir tveimur árum sagði „rólegan æsing" og lýsti yfir vandlætingu á skrílnum og fólki afmynduðu af bræði, á nú í hreinustu vandræðum með að finna nógu ljót orð yfir blóðþyrsta ógeðsviðbjóðsgraftarpakkshyskið sem vill færa fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdóm. Að mínu mati var óspaklegt að fara landsdómsleiðina. Það leikur enginn vafi á því að í ríkisstjórninni sem var við völd í hruninu, að ekki sé minnst á í þeirri sem ríkti á undan, sátu stjórnmálamenn sem bera mikla pólitíska ábyrgð á því ófremdarástandi sem varð. Fyrir það ættu þeir allir að þurfa að svara með einum eða öðrum hætti. Það mátti hins vegar vera ljóst löngu fyrirfram að landsdómsleiðin væri ekki vel til þess fallin - allra síst ef markmiðið var einhvers konar uppgjör og réttlæti. Nú hefur einmitt komið á daginn að landsdómsleiðin hefur þvert á móti haft þau áhrif að Geir H. Haarde er smám saman að verða álitinn eina fórnarlamb hrunsins, vandræðabakarinn sem á að hengja fyrir hrákasmiðinn. Gott ef það eru ekki farnar að kvisast út sögur um að sést hafi til þeirra Marðar Árnasonar og Atla Gíslasonar troða Geir ofan í íþróttatösku og sparka honum á milli sín. Íslensk stjórnmálaumræða siglir nú hraðbyri í þá átt að verða krumpaðri en hún hefur verið lengi. Í stað þess að nota tækifærið og henda óhreina tauinu beinustu leið í þvottavél, með góðum skammti af ofnæmisprófuðu auðmýkingarefni, var reynt að þrífa það með gamla laginu og sjóða það upp úr keitu. Afraksturinn verður eftir því og umræðunni hefur verið loksins verið lyft upp á þetta umbeðna „hærra plan". Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg. Meira að segja samflokksmenn hans - fyrrverandi lærisveinar - voru ekki alveg reiðubúnir að fallast á þennan málflutning, þorðu auðvitað ekki að púa en hummuðu þetta svona fram af sér og biðu eftir að hann færi af sviðinu. Nú grípur fjármagnsfrelsarinn aftur til nærtækustu samlíkingarinnar og segir að svik þingheims séu slík að sjálfur Júdas hefði hengt sig tvisvar. Og nú fær hann barasta merkilega góðar undirtektir. Eftir að hafa verið föst í heldur úldnu og fyrirsjánlegu fari undanfarin tvö ár, er gusturinn sem fylgir þeirri stigmagnandi geggjun sem hlaupið hefur í þjóðfélagsumræðuna á undanförnum dögum næstum því hressandi. Það er að segja ef hann væri ekki svona daunillur. Fólk sem fyrir tveimur árum sagði „rólegan æsing" og lýsti yfir vandlætingu á skrílnum og fólki afmynduðu af bræði, á nú í hreinustu vandræðum með að finna nógu ljót orð yfir blóðþyrsta ógeðsviðbjóðsgraftarpakkshyskið sem vill færa fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdóm. Að mínu mati var óspaklegt að fara landsdómsleiðina. Það leikur enginn vafi á því að í ríkisstjórninni sem var við völd í hruninu, að ekki sé minnst á í þeirri sem ríkti á undan, sátu stjórnmálamenn sem bera mikla pólitíska ábyrgð á því ófremdarástandi sem varð. Fyrir það ættu þeir allir að þurfa að svara með einum eða öðrum hætti. Það mátti hins vegar vera ljóst löngu fyrirfram að landsdómsleiðin væri ekki vel til þess fallin - allra síst ef markmiðið var einhvers konar uppgjör og réttlæti. Nú hefur einmitt komið á daginn að landsdómsleiðin hefur þvert á móti haft þau áhrif að Geir H. Haarde er smám saman að verða álitinn eina fórnarlamb hrunsins, vandræðabakarinn sem á að hengja fyrir hrákasmiðinn. Gott ef það eru ekki farnar að kvisast út sögur um að sést hafi til þeirra Marðar Árnasonar og Atla Gíslasonar troða Geir ofan í íþróttatösku og sparka honum á milli sín. Íslensk stjórnmálaumræða siglir nú hraðbyri í þá átt að verða krumpaðri en hún hefur verið lengi. Í stað þess að nota tækifærið og henda óhreina tauinu beinustu leið í þvottavél, með góðum skammti af ofnæmisprófuðu auðmýkingarefni, var reynt að þrífa það með gamla laginu og sjóða það upp úr keitu. Afraksturinn verður eftir því og umræðunni hefur verið loksins verið lyft upp á þetta umbeðna „hærra plan". Til hamingju.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun