Viðskipti erlent

Fall á mörkuðum í Dubai og Abu Dhabi

Hlutabréf í kauphöllunum í Dubai og Abu Dhabi féllu um ríflega 6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Dýfan kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið Nakheel í Dubai fór fram á að viðskipti með bréf félagsins verði stöðvuð. Kauphallirnar voru að opna í morgun í fyrsta sinn síðan ríkisfyrirtækið Dubai World sótti um greiðslustöðvun fyrir helgi.

Seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna lýsti því yfir í gær að hann myndi sjá bönkum á svæðinu fyrir auknu lausafé og undirstrikaði Seðlabankastjórinn að bankarnir væru betur staddir í dag heldur en fyrir ári síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×