Krúttípúttípútt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. nóvember 2009 06:00 Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Þær breyttu allar um rödd, skældu bjartar og dimmar raddir til í einhverja blöndu af falsettu og skringilegheitum um leið og þær ráku fram totaðan munninn - og um stútaðar varirnar streymdu orðarunur - gússimússitútt - skomínakrúttitúttibollu og aðrar álíka rímrollur með hávellustunum og játningu í andköfum: hún er svo mikið rassgat. Og svo var talað hástemmt um fríðleik stúlkubarnsins í þriðju persónu meðan hún horfði á þær stjörf og fangin í faðmi móðurinnar. Ég þekkti svo sem til dæma um foreldra sem höguðu sér þannig gagnvart börnum sínum, afmynduðust í fasi og rödd þegar þeir ávörpuðu afkvæmi sín - jafnvel þótt krakkagreyin væru komin undir gelgju og vildu í áheyrn annarra taka undir sig stökk og hverfa frá svo kjánalegum forráðamönnum. Mín er svo þetta eða hitt, minn er svona og svona. Barnatónninn sem fólk stillti á fól í sér uppskrúfaða væntumþykju með miklum ýkjum í bland við sérkennilega forakt fyrir vitsmunum og þroska þess sem talað var við og niður til. Engum dytti í hug að tala svoleiðis við ókunnugan, þótt ýmsir geri sig seka að tala í slíkum tilbúnum tón við bæði fatlað fólk og eldri borgara - oft í þriðju persónu. Þessi siður er sérkennilegur: þú mælir einhvern niður og talar við hann eins og þú sért í einhverjum leik. Viðmælandi þinn sé ekki þess verður að við hann sé talað eins og vitiborinn fullveðja einstakling - jafnvel þótt hann sé á barnsaldri. Vildir þú láta tala svona við þig, til dæmis í banka eða af opinberum starfsmanni? Sem þeir gera reyndar sumir sem nota ávarpsorðin Elskan eða Vinur - bláókunnugir menn. Og ef ég sneri mér við í sporunum við gluggann og ávarpaði þær á sama hátt, mæðurnar, með tilhæfu orðavali frá vexti þeirra, aldri og kyni, ræki fram kjammann með stút og léti vaða er hætt við að þeim brygði í brún, stilltust, litu svo hver á aðra og segðu stundarhátt: sá er klikkaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Þær breyttu allar um rödd, skældu bjartar og dimmar raddir til í einhverja blöndu af falsettu og skringilegheitum um leið og þær ráku fram totaðan munninn - og um stútaðar varirnar streymdu orðarunur - gússimússitútt - skomínakrúttitúttibollu og aðrar álíka rímrollur með hávellustunum og játningu í andköfum: hún er svo mikið rassgat. Og svo var talað hástemmt um fríðleik stúlkubarnsins í þriðju persónu meðan hún horfði á þær stjörf og fangin í faðmi móðurinnar. Ég þekkti svo sem til dæma um foreldra sem höguðu sér þannig gagnvart börnum sínum, afmynduðust í fasi og rödd þegar þeir ávörpuðu afkvæmi sín - jafnvel þótt krakkagreyin væru komin undir gelgju og vildu í áheyrn annarra taka undir sig stökk og hverfa frá svo kjánalegum forráðamönnum. Mín er svo þetta eða hitt, minn er svona og svona. Barnatónninn sem fólk stillti á fól í sér uppskrúfaða væntumþykju með miklum ýkjum í bland við sérkennilega forakt fyrir vitsmunum og þroska þess sem talað var við og niður til. Engum dytti í hug að tala svoleiðis við ókunnugan, þótt ýmsir geri sig seka að tala í slíkum tilbúnum tón við bæði fatlað fólk og eldri borgara - oft í þriðju persónu. Þessi siður er sérkennilegur: þú mælir einhvern niður og talar við hann eins og þú sért í einhverjum leik. Viðmælandi þinn sé ekki þess verður að við hann sé talað eins og vitiborinn fullveðja einstakling - jafnvel þótt hann sé á barnsaldri. Vildir þú láta tala svona við þig, til dæmis í banka eða af opinberum starfsmanni? Sem þeir gera reyndar sumir sem nota ávarpsorðin Elskan eða Vinur - bláókunnugir menn. Og ef ég sneri mér við í sporunum við gluggann og ávarpaði þær á sama hátt, mæðurnar, með tilhæfu orðavali frá vexti þeirra, aldri og kyni, ræki fram kjammann með stút og léti vaða er hætt við að þeim brygði í brún, stilltust, litu svo hver á aðra og segðu stundarhátt: sá er klikkaður.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun