Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd um Thatcher í bígerð

Thatcher 1985
Thatcher 1985 MYND/Getty Images

Verið er að undirbúa heimildarmynd um fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, og aðkomu hennar að aðdraganda Falklandseyjastríðsins árið 1982. Það eru BBC films og Pathe sem vinna að gerð handrits heimildarmyndarinnar.

Mun myndin fjalla um krísutímabilið sem ríkti milli Bretlands og Argentínu áður en stríðið hófst. Samkvæmt heimildum BBC á myndin að svipta hulunni af og sýna Thatcher í nýju ljósi þegar hún reynir að bjarga ferli sínum á þeim 17 dögum sem krísan ríkti. Er Falklandseyjastríðið talið hafa fest Járnfrúar viðurnefnið við Thatcher og tryggt að hún bar sigur úr bíti í næstu kosningum. Ekki er ljóst hver mun fara með hlutverk forsætisráðherrans fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×