Bíó og sjónvarp

Basic Instinct 2 versta kvikmyndin

Sharon Stone í hlutverki sínu í Basic Instinct árið 1992. Þótti hún ekki standa sig eins vel í framhaldsmyndinni að mati Golden Raspberry verðlaunanna.
Sharon Stone í hlutverki sínu í Basic Instinct árið 1992. Þótti hún ekki standa sig eins vel í framhaldsmyndinni að mati Golden Raspberry verðlaunanna. MYND/AP

The Golden Raspberry Awards eru verðlaun sem árlega velja verstu Hollywood kvikmyndirnar. Fara verðlaunin fram á sama tíma og Óskarsverðlaunin eru afhent. Hreppti kvikmyndin Basic Instinct 2 aðalverðlaunin að þessu sinni.

Var Basic Instinct 2 valin versta myndin, Saron Stone var valin versta leikkonan, kvikmyndahandritið var talið það versta og myndin versta framhaldsmyndin.

Sú kvikmynd sem fékk næst flest verðlaun að þessu sinni var gamanmynd Wayans bræðra, Little Man, en hún hlaut þrenn verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×