Stjórnarkonur Björgvin Guðmundsson skrifar 22. október 2007 00:01 Í Fréttablaðinu í gær var frétt um kynjahlutföll í stjórnum og ráðum á vegum Alþýðusambands Íslands. Þar kom fram að samkvæmt nýrri samantekt ASÍ væru karlar rúm 73 prósent stjórnarmanna í lífeyrissjóðum en konur tæp 27 prósent. Af sextíu stjórnarmönnum lífeyrissjóða væru níu konur fulltrúar stéttarfélaga og sjö konur tilnefndar af Samtökum atvinnulífsins. Það er eðlilegt að konur sækist eftir aukinni ábyrgð í stjórnum lífeyrissjóða. Konur eru oft meirihluti sjóðsfélaga og ættu að hafa möguleika á áhrifum samkvæmt því. Af hverju eru þá ekki fleiri konur í stjórnum lífeyrissjóða? Ein skýringin gæti verið sú að lítið lýðræði er við kjör í stjórnir lífeyrissjóða. Í langflestum tilvikum eru það samtök atvinnurekenda og stjórnir launþegasamtaka sem tilnefna fólk í stjórnir. Áhrif félagsmanna eru hverfandi í þessu ferli þó hægt sé að sýna fram á að þeir velji forystu í sínu stéttarfélagi. Nokkur umræða var árið 2003 um aukið lýðræði sjóðsfélaga lífeyrissjóða. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að það væri óhjákvæmileg þróun að hinn almenni félagi í lífeyrissjóðum fengi aukinn rétt til að velja í stjórnir sjóðanna. Í sama streng tók Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á vorþingi Samfylkingarinnar sama ár. Það ætti því að vera pólitískur vilji nú, þegar þessir ráðherrar starfa saman í ríkisstjórn, til að auka áhrif sjóðsfélaga við stjórnarkjör. Það felast auðvitað heilmikil völd í því að stjórna lífeyrissjóðum á Íslandi sem réðu yfir 1.500 milljörðum króna um síðustu áramót. Menn gefa þau völd ekki svo auðveldlega upp á bátinn. Í þessari umræðu hafa samtök atvinnurekenda bent á að þeir greiði mótframlag fyrir launþegann í lífeyrissjóðina og eiga því rétt á að tilnefna fólk í stjórnir. Mótrökin gegn því eru þau að framlag atvinnurekanda er hluti af launakjörum starfsmanns og sambærilegt við önnur kjör hans. Því er einnig haldið fram að ákveðið jafnvægi þurfi að vera í stjórnum lífeyrissjóða frá ári til árs. Hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki einsleitir og sú staða geti komið upp að minnihluti sjóðsfélaga nái undirtökum í stjórn og beiti sér fyrir breytingum sem séu andstæðar hagsmunum meirihluta félagsmanna. Þetta viðhorf lýsir vantrú á lýðræðinu. Aukin þátttaka sjóðsfélaga hlýtur að leiða til þess að þeir íhugi betur hverjir hagsmunir þeirra séu við stjórn sjóðsins. Þeir greiða atkvæði í samræmi við það sem veitir stjórnendum nauðsynlegt aðhald. Lífssparnaður þorra almennings er varðveittur í lífeyrissjóðum og aðgát í ákvarðanatöku mikilvæg. Bein aðkoma sjóðsfélaga í stjórnarkjöri ætti því að leiða til enn betri niðurstöðu í rekstri lífeyrissjóða. Á meðan flestir lífeyrissjóðir eru vel reknir á Íslandi verður krafan um beina aðkomu sjóðsfélaga við val á stjórnum ekki hávær. Hins vegar gæti krafan um aukna þátttöku kvenna í stjórnum sjóðanna knúið þá umræðu áfram. Karlar geta auðvitað gætt hagsmuna kvenna jafn vel og konur geta gætt hagsmuna karla. En það er mikilvægt að fólkið sjálft ráði hverjir gæti hagsmuna þess. Ekki útvaldir forystumenn atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær var frétt um kynjahlutföll í stjórnum og ráðum á vegum Alþýðusambands Íslands. Þar kom fram að samkvæmt nýrri samantekt ASÍ væru karlar rúm 73 prósent stjórnarmanna í lífeyrissjóðum en konur tæp 27 prósent. Af sextíu stjórnarmönnum lífeyrissjóða væru níu konur fulltrúar stéttarfélaga og sjö konur tilnefndar af Samtökum atvinnulífsins. Það er eðlilegt að konur sækist eftir aukinni ábyrgð í stjórnum lífeyrissjóða. Konur eru oft meirihluti sjóðsfélaga og ættu að hafa möguleika á áhrifum samkvæmt því. Af hverju eru þá ekki fleiri konur í stjórnum lífeyrissjóða? Ein skýringin gæti verið sú að lítið lýðræði er við kjör í stjórnir lífeyrissjóða. Í langflestum tilvikum eru það samtök atvinnurekenda og stjórnir launþegasamtaka sem tilnefna fólk í stjórnir. Áhrif félagsmanna eru hverfandi í þessu ferli þó hægt sé að sýna fram á að þeir velji forystu í sínu stéttarfélagi. Nokkur umræða var árið 2003 um aukið lýðræði sjóðsfélaga lífeyrissjóða. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að það væri óhjákvæmileg þróun að hinn almenni félagi í lífeyrissjóðum fengi aukinn rétt til að velja í stjórnir sjóðanna. Í sama streng tók Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á vorþingi Samfylkingarinnar sama ár. Það ætti því að vera pólitískur vilji nú, þegar þessir ráðherrar starfa saman í ríkisstjórn, til að auka áhrif sjóðsfélaga við stjórnarkjör. Það felast auðvitað heilmikil völd í því að stjórna lífeyrissjóðum á Íslandi sem réðu yfir 1.500 milljörðum króna um síðustu áramót. Menn gefa þau völd ekki svo auðveldlega upp á bátinn. Í þessari umræðu hafa samtök atvinnurekenda bent á að þeir greiði mótframlag fyrir launþegann í lífeyrissjóðina og eiga því rétt á að tilnefna fólk í stjórnir. Mótrökin gegn því eru þau að framlag atvinnurekanda er hluti af launakjörum starfsmanns og sambærilegt við önnur kjör hans. Því er einnig haldið fram að ákveðið jafnvægi þurfi að vera í stjórnum lífeyrissjóða frá ári til árs. Hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki einsleitir og sú staða geti komið upp að minnihluti sjóðsfélaga nái undirtökum í stjórn og beiti sér fyrir breytingum sem séu andstæðar hagsmunum meirihluta félagsmanna. Þetta viðhorf lýsir vantrú á lýðræðinu. Aukin þátttaka sjóðsfélaga hlýtur að leiða til þess að þeir íhugi betur hverjir hagsmunir þeirra séu við stjórn sjóðsins. Þeir greiða atkvæði í samræmi við það sem veitir stjórnendum nauðsynlegt aðhald. Lífssparnaður þorra almennings er varðveittur í lífeyrissjóðum og aðgát í ákvarðanatöku mikilvæg. Bein aðkoma sjóðsfélaga í stjórnarkjöri ætti því að leiða til enn betri niðurstöðu í rekstri lífeyrissjóða. Á meðan flestir lífeyrissjóðir eru vel reknir á Íslandi verður krafan um beina aðkomu sjóðsfélaga við val á stjórnum ekki hávær. Hins vegar gæti krafan um aukna þátttöku kvenna í stjórnum sjóðanna knúið þá umræðu áfram. Karlar geta auðvitað gætt hagsmuna kvenna jafn vel og konur geta gætt hagsmuna karla. En það er mikilvægt að fólkið sjálft ráði hverjir gæti hagsmuna þess. Ekki útvaldir forystumenn atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun