Synirnir á báðum áttum með pabba 14. maí 2007 08:00 Ellert segist eiga lítið sameiginlegt með hinum guðhrædda og kirkjurækna Ned Flanders. „Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar. Ellert bætist þar með í fríðan hóp leikara en meðal þeirra sem hafa þegar verið ráðnir eru Örn Árnason fyrir hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir sem talar fyrir Marge og Álfrún Örnólfsdóttir en hún bregður sér í hlutverk hinnar ofurgáfuðu Lísu. Þá mun Sigrún Edda Björnsdóttir leika ólátabelginn og hrekkjalóminn Bart Simpson. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni enda hefur gula fjölskyldan skemmt heiminum í rúm átján ár í sjónvarpinu. Ned Flanders Hefur einstakan hæfileika til að pirra hinn skapbráða fjölskylduföður, Hómer Simpson. Ellert segist þó eiga lítið sameiginlegt með hinum kirkjurækna Flanders en býst við því að kynna sér hann aðeins betur. „Jafnvel að maður fari bara að kíkja í kirkju og ætli maður endi ekki bara uppi sem Ned fyrir rest,“ segir Ellert og hlær en viðurkennir um leið að hann sé enginn sérstakur aðdáandi þáttanna. „Nú ætla ég bara að leggjast yfir safn strákanna og kynnast þessum fýr aðeins betur,“ bætir Ellert við og segist ekkert hafa fylgst með þeim deilum sem hafa sprottið upp í kringum talsetningu kvikmyndarinnar. Reyndar eru synir Ellerts miklir aðdáendur þáttanna og segir hann að þeir hafi verið á báðum áttum með þá ákvörðun pabbans að taka að sér þetta hlutverk. „En ég held að þetta sé allt að koma hjá þeim. Þeir verða líka bara að styðja við bakið á gamla manninum því annars fá þeir ekkert að borða.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar. Ellert bætist þar með í fríðan hóp leikara en meðal þeirra sem hafa þegar verið ráðnir eru Örn Árnason fyrir hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir sem talar fyrir Marge og Álfrún Örnólfsdóttir en hún bregður sér í hlutverk hinnar ofurgáfuðu Lísu. Þá mun Sigrún Edda Björnsdóttir leika ólátabelginn og hrekkjalóminn Bart Simpson. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni enda hefur gula fjölskyldan skemmt heiminum í rúm átján ár í sjónvarpinu. Ned Flanders Hefur einstakan hæfileika til að pirra hinn skapbráða fjölskylduföður, Hómer Simpson. Ellert segist þó eiga lítið sameiginlegt með hinum kirkjurækna Flanders en býst við því að kynna sér hann aðeins betur. „Jafnvel að maður fari bara að kíkja í kirkju og ætli maður endi ekki bara uppi sem Ned fyrir rest,“ segir Ellert og hlær en viðurkennir um leið að hann sé enginn sérstakur aðdáandi þáttanna. „Nú ætla ég bara að leggjast yfir safn strákanna og kynnast þessum fýr aðeins betur,“ bætir Ellert við og segist ekkert hafa fylgst með þeim deilum sem hafa sprottið upp í kringum talsetningu kvikmyndarinnar. Reyndar eru synir Ellerts miklir aðdáendur þáttanna og segir hann að þeir hafi verið á báðum áttum með þá ákvörðun pabbans að taka að sér þetta hlutverk. „En ég held að þetta sé allt að koma hjá þeim. Þeir verða líka bara að styðja við bakið á gamla manninum því annars fá þeir ekkert að borða.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira