Bíó og sjónvarp

Horfa á Star Wars og Dirty Dancing

Stjörnustríðstrílógían nýtur ennþá mikilla vinsælda.
Stjörnustríðstrílógían nýtur ennþá mikilla vinsælda.

Star Wars og Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk hefur mest gaman af að horfa á aftur og aftur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky.

Gerðir voru aðskildir listar fyrir karla og konur og voru karlarnir hrifnastir af Star Wars-trílógíunni. Komst hún jafnframt í annað sætið hjá konunum á eftir Dirty Dancing. Sagðist helmingur aðspurðra hafa horft á Star Wars oftar en tuttugu sinnum. Karlar sögðust einnig hafa horft oft á The Godfather, Alien, Die Hard og Terminator 2 á meðan konurnar völdu It"s A Wonderful Life og The Matrix.

Aðrar myndir sem komust á topp tíu listann hjá báðum kynjum voru The Terminator, Jaws og The Lord of the Rings-trílógían. Karlmenn voru almennt séð hrifnari af fantasíum og spennumyndum en meira var um söngvamyndir og rómantískar hjá konunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×