Ímyndir Íslands á tjaldinu 5. mars 2007 08:45 Algeng sjón í Íslandsmyndum. Styttan af Leifi heppna á Skólavörðuholtinu kemur fyrir í ófáum heimildarmyndum um Ísland. Myndin er tekin á árunum 1955-65. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Kviksaga og kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sameina kraftana í kvöld og skipuleggja dagskrá í Tjarnarbíói. Þar má fræðast um ímyndir Íslands á hvíta tjaldinu. Kviksaga er vettvangur þar sem fræði og kvikmyndir mætast til dæmis við gerð heimildarmynda, kennsluefnis eða sjónrænna rannsókna. Í kvöld kl. 19 sýnir félagsskapur sá, með fulltingi nýstofnaðs klúbbs Fjalakattarins, tvær myndir: „This Is Iceland“ eftir Kjartan Ó. Bjarnason frá árinu 1960 og valda kafla úr Íslandsmynd Leo Hansen frá 1929 en kaflar þeir verða sýndir með lifandi undirleik Hallvarðar Ásgeirssonar. Íris Ellenberger sagnfræðingur fylgir myndunum úr hlaði en hún skrifaði meistararitgerð sína um svokallaðar Íslandsmyndir. Það heiti er gefið fjölbreyttum kvikmyndum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um Ísland og Íslendinga. Myndirnar þessar eru margvíslegar að eðli: fræðslumyndir, pólitískar áróðursmyndir, sölumyndbönd flugfélaga, fiskiðnaðarins eða landbúnaðarvöruframleiðenda og myndir sem skreyttu ræður farandfyrirlesara. Efni þetta hefur ekki verið mikið rannsakað enn sem komið er og engin leið er að vita fyrir víst hversu margar myndir voru gerðar, sumra þeirra er aðeins getið í rituðum heimildum. „Ég skoðaði um sextíu myndir frá fimmtíu ára tímabili,“ útskýrir Íris og áréttar að mjög áhugavert sé hvernig höfundar þeirra taka líkt á ákveðnum viðfangsefnum. Bæði hérlendir og erlendir kvikmyndagerðarmenn voru þannig dálítið íhaldssamir á myndefni sitt því ákveðin hefð var í gildi um nálgun viðfangsefnisins. „Myndirnar voru gerðar í mjög ólíkum tilgangi en ef umfjöllunarefnið var til dæmis síldveiðar var nokkuð víst að þá yrði sýndur stafli af tunnum og svo kemur styttan af Leifi heppna mjög oft fyrir í myndum frá ákveðnum tíma sem og myndir af Gullfossi og Geysi en þær eru nú ennþá algengar.“ Íris segir að flestar myndanna hafi verið gerðar fyrir útlendinga og að framan af hafi íslenskir fjölmiðlar fylgst nokkuð vel með myndunum og gefið þeim slæma dóma ef þær sýndu ekki landinu sóma. Eftir 1940 fór síðan að bera meira á því að ríkisvaldið styrkti kvikmyndagerð af þessum toga og bera þær þess nokkur merki. „Myndin „This Is Iceland“ var til að mynda gerð fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins og þar er kynnt ákveðin opinber ímynd landsins.“ Kvikmyndasafn Íslands lánar myndirnar til sýninga en Kviksaga og Fjalakötturinn hyggjast standa að fleiri hliðstæðum viðburðum á komandi vikum. Nánari upplýsingar um starfsemi Kviksögu má finna á vefritinu www. kviksaga.is. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kviksaga og kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sameina kraftana í kvöld og skipuleggja dagskrá í Tjarnarbíói. Þar má fræðast um ímyndir Íslands á hvíta tjaldinu. Kviksaga er vettvangur þar sem fræði og kvikmyndir mætast til dæmis við gerð heimildarmynda, kennsluefnis eða sjónrænna rannsókna. Í kvöld kl. 19 sýnir félagsskapur sá, með fulltingi nýstofnaðs klúbbs Fjalakattarins, tvær myndir: „This Is Iceland“ eftir Kjartan Ó. Bjarnason frá árinu 1960 og valda kafla úr Íslandsmynd Leo Hansen frá 1929 en kaflar þeir verða sýndir með lifandi undirleik Hallvarðar Ásgeirssonar. Íris Ellenberger sagnfræðingur fylgir myndunum úr hlaði en hún skrifaði meistararitgerð sína um svokallaðar Íslandsmyndir. Það heiti er gefið fjölbreyttum kvikmyndum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um Ísland og Íslendinga. Myndirnar þessar eru margvíslegar að eðli: fræðslumyndir, pólitískar áróðursmyndir, sölumyndbönd flugfélaga, fiskiðnaðarins eða landbúnaðarvöruframleiðenda og myndir sem skreyttu ræður farandfyrirlesara. Efni þetta hefur ekki verið mikið rannsakað enn sem komið er og engin leið er að vita fyrir víst hversu margar myndir voru gerðar, sumra þeirra er aðeins getið í rituðum heimildum. „Ég skoðaði um sextíu myndir frá fimmtíu ára tímabili,“ útskýrir Íris og áréttar að mjög áhugavert sé hvernig höfundar þeirra taka líkt á ákveðnum viðfangsefnum. Bæði hérlendir og erlendir kvikmyndagerðarmenn voru þannig dálítið íhaldssamir á myndefni sitt því ákveðin hefð var í gildi um nálgun viðfangsefnisins. „Myndirnar voru gerðar í mjög ólíkum tilgangi en ef umfjöllunarefnið var til dæmis síldveiðar var nokkuð víst að þá yrði sýndur stafli af tunnum og svo kemur styttan af Leifi heppna mjög oft fyrir í myndum frá ákveðnum tíma sem og myndir af Gullfossi og Geysi en þær eru nú ennþá algengar.“ Íris segir að flestar myndanna hafi verið gerðar fyrir útlendinga og að framan af hafi íslenskir fjölmiðlar fylgst nokkuð vel með myndunum og gefið þeim slæma dóma ef þær sýndu ekki landinu sóma. Eftir 1940 fór síðan að bera meira á því að ríkisvaldið styrkti kvikmyndagerð af þessum toga og bera þær þess nokkur merki. „Myndin „This Is Iceland“ var til að mynda gerð fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins og þar er kynnt ákveðin opinber ímynd landsins.“ Kvikmyndasafn Íslands lánar myndirnar til sýninga en Kviksaga og Fjalakötturinn hyggjast standa að fleiri hliðstæðum viðburðum á komandi vikum. Nánari upplýsingar um starfsemi Kviksögu má finna á vefritinu www. kviksaga.is.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira