Innlent

Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi

MYND/GVA

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu.

"Við þurfum að nýta okkur þann styrk sem felst í Norðurlönd tali einum rómi á alþjóðavettvangi," sagði Jónína meðal annars. Hún benti á að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi væri að mörgu leyti jafn mikilvæg og það sem þau hefðu efnislega fram að færa.

Jónína sagði að í sameiginlegu starfi Norðurlanda væri nú lögð mun meiri áhersla en áður á samstarfið út á við, einkum við grannsvæði Norðurlanda í austri. Í því sambandi væri mikilvægt að muna jafnframt eftir grannsvæðunum í vestri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×