Innlent

Litháinn lýsir sig saklausann

Lithái, sem var handtekinn í Leifsstöð í desember með tvær áfengisflöskur fullar af vökva til amfetamínframleiðslu, lýsti sig saklausan við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Maðurinn bar fyrir dómi að hann hefði talið að áfengi væri í flöskunum, sem hann var með í handfarangri. Hann sagðist aldrei hafa grunað að flöskurnar tengdust fíkniefnum.

Um var að ræða tvær hvítvínsflöskur frá sitt hvoru landinu, en grunsemdir lögreglu vöknuðu þegar í ljós kom að þær voru báðar með sams konar tappa. Maðurinn bar fyrir dómi í morgun að lögreglumaður hefði hótað honum allt að tuttugu og tveggja ára fangelsi, ef hann gengist ekki við brotum sínum. En hann dró hluta framburðar síns hjá lögreglu til baka í dómsal í morgun. Verjandi hans sagði hann hafa fyrir stórri fjölskyldu að sjá í Litháen, meðal annars aldraði veikri móður. Annar Lithái sem búsettur er hér á landi var einnig handtekinn vegna málsins. Talið er að vökvinn hefði dugað til að framleiða allt að 13 kíló af amfetamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×