Sjálfstæðismenn í hjarta sínu 1. febrúar 2006 20:09 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins - detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Ég spurði í gær hvort þessi ákvörðun snerist um pólitík eða blaðamennsku - hallast nú fremur að því fyrrnefnda. Þorsteinn var óskýr minning í blaðamennsku þegar ég hóf störf fyrir aldarfjórðungi. Ritstjórn með hann og Kára Jónasson innanborðs virðist ansi settleg - maður býst ekki við brakandi tilþrifum. Kannski hefur einhver áhrif að þeir hafa báðir rétt til eftirlauna frá ríkinu. Samfylkingin hlýtur að vakna upp við vondan draum. Illt er að eiga ást við þann sem enga kann á móti. Frá Baugs hendi var þetta auðvitað ekki annað en stutt hagkvæmnissamband, en Samfylkingin fór að trúa því að hún væri í sérstöku trúnaðarsambandi við big business - svona rétt eins og Blair á Bretlandi. Nú getur hún kannski snúið sér að öðrum hlutum sem eru meira í anda jafnaðarstefnunnar. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna sem standa að Fréttablaðinu eru upp til hópa glerharðir Sjálfstæðismenn, þeir eru það í hjarta sínu þótt stutta hríð hafi orðið vík milli vina - Jón Ásgeir, Hreinn Loftsson, KB-menn. Nú geta þeir farið að tínast til baka eftir ófriðinn við Davíð. Það væri samt ansi gaman að vita hvað Davíð er að hugsa í skrifstofu sinni við Kalkofnsveginn. Milli hans og Þorsteins Pálssonar hefur aldrei gróið um heilt eftir formannskjörið 1991. Það var ískalt milli þeirra þegar þeir sátu saman í ríkisstjórn. --- --- --- Mér sýnist það vera vond ákvörðun að reka Guðmund Magnússon sem er í hópi bestu blaðamanna á Íslandi. Hann hefur haldið uppi pólitískum skrifum á Fréttablaðinu, borið þar af öðrum höfundum, vel menntaður og þenkjandi íhaldsmaður sem hefur meira að segja þorað að nota orðið samráðsstjórnmál sem lengi hefur verið bannað í Sjálfstæðisflokknum. Maður vill vita hvort eitthvað sé hæft í því hvort brottför Guðmundar tengist að einhverju leyti leiðara sem hann skrifaði og lesa má hér. Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu sagði að Guðmundur hefði fengið tiltal vegna leiðarans eftir kvartanir sem bárust frá yfirstjórn fyrirtækisins. --- --- --- Annars er ég hugsi yfir þessum fríblöðum. Þau mega eðli málsins samkvæmt ekki styggja auglýsendur og þar sem þau eru borin í hvert hús þurfa þau líka að virka fjarska prúð gagnvart lesendum. Fríblöð skora ekki kerfið á hólm. Þeim liggur yfirleitt ekki mikið á hjarta. Er hugsanlegt að í því að þurfa að selja blöð í áskrift eða lausri sölu felist ákveðið aðhald fyrir blaðamennskuna? --- --- --- Ég skrifaði í gær um frumvarp sem lá fyrir breska þinginu - eða breytingartillögu Blairstjórnarinnar við það. Nú er skemmst frá því að segja að málfrelsið vann sigur - að minnsta kosti tímabundinn. Tillagan var felld naumlega; það var tekið til þess að Blair var ekki á staðnum til að greiða henni atkvæði. Eins og frumvarpið lítur út nú er það í sömu gerð og eftir að Lávarðadeildin hafði fjallað um það - hún hafði líka hafnað tilraunum Blairs til að þrengja að tjáningarfrelsinu. Það felur í sér að ekki megi vitandi vits hafa í hótunum við fólk vegna trúarbragða, en hins vegar er leyft að gagnrýna trúarbrögð, trúarskoðanir eða trúarathafnir - gera grín að trúarbrögðum, hæða þau, móðga þau. Enginn skal hvattur til að standa í því að smána trúarbrögð - það er yfirleitt fremur heimskulegt athæfi. Hins vegar á að vera hægt að fjalla um þau frá ýmsum hliðum - við viljum þurfum til dæmis leyfa okkur að setja út á forneskjuleg viðhorf kaþólsku kirkjunnar til getnaðarvarna, stéttaskiptinguna sem viðgengst í hindúasið, kvennakúgunina í íslam. Og ef einhver fer út af sporinu í slíkri umfjöllun - þá bara tant pis eins og það heitir á frönsku. Svo verður að vera. --- --- --- Ég sem kristinn maður áskil mér fullan rétt til að móðgast ekki þótt gert sé grín að kristinni trú. Það breytir nákvæmlega engu um trú mína. Þeir sem móðgast eru yfirleitt þeir sem vilja móðgast. Líkt og nú í sumum múslimalöndum - maður hefur sterklega á tilfinningunni að vandamálið sé eitthvað allt annað en teikningarnar úr danska blaðinu. --- --- --- Norska sjónvarpið sýndi í kvöld Life of Brian. Brilljant hjá þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins - detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Ég spurði í gær hvort þessi ákvörðun snerist um pólitík eða blaðamennsku - hallast nú fremur að því fyrrnefnda. Þorsteinn var óskýr minning í blaðamennsku þegar ég hóf störf fyrir aldarfjórðungi. Ritstjórn með hann og Kára Jónasson innanborðs virðist ansi settleg - maður býst ekki við brakandi tilþrifum. Kannski hefur einhver áhrif að þeir hafa báðir rétt til eftirlauna frá ríkinu. Samfylkingin hlýtur að vakna upp við vondan draum. Illt er að eiga ást við þann sem enga kann á móti. Frá Baugs hendi var þetta auðvitað ekki annað en stutt hagkvæmnissamband, en Samfylkingin fór að trúa því að hún væri í sérstöku trúnaðarsambandi við big business - svona rétt eins og Blair á Bretlandi. Nú getur hún kannski snúið sér að öðrum hlutum sem eru meira í anda jafnaðarstefnunnar. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna sem standa að Fréttablaðinu eru upp til hópa glerharðir Sjálfstæðismenn, þeir eru það í hjarta sínu þótt stutta hríð hafi orðið vík milli vina - Jón Ásgeir, Hreinn Loftsson, KB-menn. Nú geta þeir farið að tínast til baka eftir ófriðinn við Davíð. Það væri samt ansi gaman að vita hvað Davíð er að hugsa í skrifstofu sinni við Kalkofnsveginn. Milli hans og Þorsteins Pálssonar hefur aldrei gróið um heilt eftir formannskjörið 1991. Það var ískalt milli þeirra þegar þeir sátu saman í ríkisstjórn. --- --- --- Mér sýnist það vera vond ákvörðun að reka Guðmund Magnússon sem er í hópi bestu blaðamanna á Íslandi. Hann hefur haldið uppi pólitískum skrifum á Fréttablaðinu, borið þar af öðrum höfundum, vel menntaður og þenkjandi íhaldsmaður sem hefur meira að segja þorað að nota orðið samráðsstjórnmál sem lengi hefur verið bannað í Sjálfstæðisflokknum. Maður vill vita hvort eitthvað sé hæft í því hvort brottför Guðmundar tengist að einhverju leyti leiðara sem hann skrifaði og lesa má hér. Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu sagði að Guðmundur hefði fengið tiltal vegna leiðarans eftir kvartanir sem bárust frá yfirstjórn fyrirtækisins. --- --- --- Annars er ég hugsi yfir þessum fríblöðum. Þau mega eðli málsins samkvæmt ekki styggja auglýsendur og þar sem þau eru borin í hvert hús þurfa þau líka að virka fjarska prúð gagnvart lesendum. Fríblöð skora ekki kerfið á hólm. Þeim liggur yfirleitt ekki mikið á hjarta. Er hugsanlegt að í því að þurfa að selja blöð í áskrift eða lausri sölu felist ákveðið aðhald fyrir blaðamennskuna? --- --- --- Ég skrifaði í gær um frumvarp sem lá fyrir breska þinginu - eða breytingartillögu Blairstjórnarinnar við það. Nú er skemmst frá því að segja að málfrelsið vann sigur - að minnsta kosti tímabundinn. Tillagan var felld naumlega; það var tekið til þess að Blair var ekki á staðnum til að greiða henni atkvæði. Eins og frumvarpið lítur út nú er það í sömu gerð og eftir að Lávarðadeildin hafði fjallað um það - hún hafði líka hafnað tilraunum Blairs til að þrengja að tjáningarfrelsinu. Það felur í sér að ekki megi vitandi vits hafa í hótunum við fólk vegna trúarbragða, en hins vegar er leyft að gagnrýna trúarbrögð, trúarskoðanir eða trúarathafnir - gera grín að trúarbrögðum, hæða þau, móðga þau. Enginn skal hvattur til að standa í því að smána trúarbrögð - það er yfirleitt fremur heimskulegt athæfi. Hins vegar á að vera hægt að fjalla um þau frá ýmsum hliðum - við viljum þurfum til dæmis leyfa okkur að setja út á forneskjuleg viðhorf kaþólsku kirkjunnar til getnaðarvarna, stéttaskiptinguna sem viðgengst í hindúasið, kvennakúgunina í íslam. Og ef einhver fer út af sporinu í slíkri umfjöllun - þá bara tant pis eins og það heitir á frönsku. Svo verður að vera. --- --- --- Ég sem kristinn maður áskil mér fullan rétt til að móðgast ekki þótt gert sé grín að kristinni trú. Það breytir nákvæmlega engu um trú mína. Þeir sem móðgast eru yfirleitt þeir sem vilja móðgast. Líkt og nú í sumum múslimalöndum - maður hefur sterklega á tilfinningunni að vandamálið sé eitthvað allt annað en teikningarnar úr danska blaðinu. --- --- --- Norska sjónvarpið sýndi í kvöld Life of Brian. Brilljant hjá þeim.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun