Sport

Davids tók Milan fram yfir United

NordicPhotos/GettyImages
Edgar Davids hjá Tottenham Hotspur hefur viðurkennt að litlu hafi munað að hann gengi í raðir Manchester United árið 1996, en hann kaus þess í stað að fara til AC Milan á Ítalíu frá liðinu sem hann lék með þá, Ajax í Amsterdam. Þegar Davids var spurður hversu litlu hafi munað að hann gengi í raðir United, sagði hann "Litlu, mjög litlu. Þetta var besta spjall sem ég hef átt við nokkurn þjálfara, en ég vil ekki fara út í nein smáatriði. Ég sé hinsvegar ekkert eftir því að taka þessa ákvörðun, því mér hefur nú einu sinni vegnað nokkuð vel á ferlinum," sagði Davids og bætti við að hann væri mjög ánægður í herbúðum Tottenham í dag. "Við erum með mjög ungt lið og það eina sem þessir strákar þurfa er trúin á það hvað þeir geta orðið góðir, því hæfileikarnir eru til staðar, það er engin spurning," sagði Davids, sem mætir Manchester United á Old Trafford á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×