Sport

Blikar lyftu bikarnum í 1. deild

Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á KA í Kópavogi í dag og fengu afhentan bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deildinni eftir leikinn. KA menn þurftu helst að sigra í leiknum, því þeir voru í harðri baráttu við Víking um að komast upp í Landsbankadeild að ári, en þeim varð ekki að ósk sinni. Það voru Árni Gunnarsson og Ragnar Gunnarsson sem skoruðu mörk Blika, en Jóhann Þórhallsson minnkaði muninn fyrir norðanmenn, sem misstu af mikilvægum stigum í dag. Á sama tíma sótti Víkingur Reykjavík Hauka heim í Hafnarfjörðinn og höfðu auðveldan 6-0 sigur. Breiðablik hefur þegar tryggt sér efsta sætið í deildinni og er með 43 stig í efsta sæti, en Víkingur náði mikilvægri þriggja stiga forystu á KA með sigri sínum í dag og hafa 34 stig í öðru sæti, en KA er með 31 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×