Lögreglumál Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. Innlent 2.7.2024 11:14 Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Innlent 2.7.2024 11:13 Fimm grímuklæddir brutu upp útidyrahurð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning upp úr miðnætti í nótt um fimm grímuklædda menn, sem höfðu brotið upp útidyrahurð á heimahúsi. Innlent 2.7.2024 06:22 Guðmundur Elís í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 1.7.2024 18:23 Sumir sautján ára, aðrir á sjötugsaldri og enn aðrir ákærðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð þó nokkra ökumenn að hraðakstri um helgina. Ökumenn voru svo gott sem á öllum aldri, en sumir keyrðu svo hratt að þeir eiga yfir höfði sér ákæru. Innlent 1.7.2024 16:30 Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Innlent 1.7.2024 14:23 Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu. Innlent 1.7.2024 13:36 Lögregla stöðvaði unglingapartý í Guðmundarlundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á föstudag afskipti af hópi unglinga sem safnaðist hafði saman í Guðmundarlundi í Kópavog. Einhverjir þeirra voru með áfengi við hönd en ekki margir. Barnavernd hefur aðkomu að einhverjum málanna. Innlent 1.7.2024 11:33 Brottfararsalurinn rýmdur vegna grunsamlegrar tösku Ákveðið var að rýma brottfararsalinn á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti í nótt vegna grunsamlegrar tösku. Fjölmargir komu að aðgerðum en ekkert óeðlilegt reyndist í töskunni. Innlent 1.7.2024 10:45 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. Innlent 1.7.2024 10:38 Brotist inn í fataverslun Brotist var inn í fataverslun í miðæ Reykjavíkur í nótt. Málið er í rannsókn lögreglu. Innlent 1.7.2024 06:30 Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. Innlent 30.6.2024 10:34 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. Innlent 30.6.2024 08:56 Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur. Innlent 29.6.2024 17:50 Stútar á rafhlaupahjólum handteknir og mega búast við sektum Tveir voru handteknir vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis í gærkvöldi. Leiða má líkur að því að þeir verði með þeim fyrstu sem þurfa að reiða fram sektagreiðslu vegna slíks athæfis. Innlent 29.6.2024 11:13 „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Innlent 28.6.2024 19:31 Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Innlent 28.6.2024 18:47 „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Innlent 28.6.2024 18:46 „Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Innlent 28.6.2024 17:31 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Innlent 28.6.2024 16:00 Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Innlent 28.6.2024 15:38 Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. Innlent 28.6.2024 13:22 Eldsupptök enn ekki skýr Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans sem kom upp á jarðhæð Turnsins á Höfðatorgi í gær. Innlent 27.6.2024 12:07 Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Innlent 27.6.2024 06:13 Fundu skammbyssu í fjörunni í miðbænum Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur. Innlent 26.6.2024 20:20 Segir engum báti hafa verið stolið Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með. Innlent 26.6.2024 13:52 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. Innlent 26.6.2024 11:05 Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæsluvarðhaldi Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin. Innlent 26.6.2024 10:21 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Innlent 25.6.2024 19:28 Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.6.2024 16:42 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 274 ›
Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. Innlent 2.7.2024 11:14
Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Innlent 2.7.2024 11:13
Fimm grímuklæddir brutu upp útidyrahurð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning upp úr miðnætti í nótt um fimm grímuklædda menn, sem höfðu brotið upp útidyrahurð á heimahúsi. Innlent 2.7.2024 06:22
Guðmundur Elís í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 1.7.2024 18:23
Sumir sautján ára, aðrir á sjötugsaldri og enn aðrir ákærðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð þó nokkra ökumenn að hraðakstri um helgina. Ökumenn voru svo gott sem á öllum aldri, en sumir keyrðu svo hratt að þeir eiga yfir höfði sér ákæru. Innlent 1.7.2024 16:30
Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Innlent 1.7.2024 14:23
Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu. Innlent 1.7.2024 13:36
Lögregla stöðvaði unglingapartý í Guðmundarlundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á föstudag afskipti af hópi unglinga sem safnaðist hafði saman í Guðmundarlundi í Kópavog. Einhverjir þeirra voru með áfengi við hönd en ekki margir. Barnavernd hefur aðkomu að einhverjum málanna. Innlent 1.7.2024 11:33
Brottfararsalurinn rýmdur vegna grunsamlegrar tösku Ákveðið var að rýma brottfararsalinn á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti í nótt vegna grunsamlegrar tösku. Fjölmargir komu að aðgerðum en ekkert óeðlilegt reyndist í töskunni. Innlent 1.7.2024 10:45
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. Innlent 1.7.2024 10:38
Brotist inn í fataverslun Brotist var inn í fataverslun í miðæ Reykjavíkur í nótt. Málið er í rannsókn lögreglu. Innlent 1.7.2024 06:30
Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. Innlent 30.6.2024 10:34
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. Innlent 30.6.2024 08:56
Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur. Innlent 29.6.2024 17:50
Stútar á rafhlaupahjólum handteknir og mega búast við sektum Tveir voru handteknir vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis í gærkvöldi. Leiða má líkur að því að þeir verði með þeim fyrstu sem þurfa að reiða fram sektagreiðslu vegna slíks athæfis. Innlent 29.6.2024 11:13
„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Innlent 28.6.2024 19:31
Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Innlent 28.6.2024 18:47
„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Innlent 28.6.2024 18:46
„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Innlent 28.6.2024 17:31
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Innlent 28.6.2024 16:00
Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Innlent 28.6.2024 15:38
Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. Innlent 28.6.2024 13:22
Eldsupptök enn ekki skýr Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans sem kom upp á jarðhæð Turnsins á Höfðatorgi í gær. Innlent 27.6.2024 12:07
Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Innlent 27.6.2024 06:13
Fundu skammbyssu í fjörunni í miðbænum Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur. Innlent 26.6.2024 20:20
Segir engum báti hafa verið stolið Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með. Innlent 26.6.2024 13:52
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. Innlent 26.6.2024 11:05
Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæsluvarðhaldi Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin. Innlent 26.6.2024 10:21
Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Innlent 25.6.2024 19:28
Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.6.2024 16:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent