Stj.mál

Fréttamynd

Herjólfur sigli tvisvar á dag

Herjólfur fer tvær ferðir daglega milli lands og Vestmannaeyja frá og með næstu áramótum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint þeim tilmælum til yfirmanna Vegagerðarinnar að þeir semji við Samskip um að fjölga ferðum. Þær eru nú 590 á ári, eða rúmlega ein og hálf ferð á dag að meðaltali. Samgönguráðherra hefur jafnframt skipað Guðjón Hjörleifsson, þingmann og fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem formann nýrrar nefndar sem á að leita leiða til að efla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla

Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til þess að gegna starfi borgarstjóra, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri skoðanakönnun sem unnin var á vegum Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðborg án skuldbindinga

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flestir borgarfulltrúar í Reykjavík álíti að borgin sé höfuðborg án skuldbindinga. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hann skrifar á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabandalag vinstri flokka?

Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003.

Innlent
Fréttamynd

Allir andvígir sameiningu

Allir bæjarfulltrúar í Sandgerði eru andvígir því að sveitarfélagið sameinist Reykjanesbæ og Garði. Þetta varð ljóst eftir bæjarstjórnarfund í gær. Kjósa á um sameiningu sveitarfélaganna áttunda október.

Innlent
Fréttamynd

Fæðingarorlofið verði 15 mánuðir

Karl Petter Thorwaldsson, þingmaður á sænska þinginu, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að fæðingarorlof sænskra foreldra verði samanlagt fimmtán mánuðir. Samkvæmt frumvarpinu myndi orlofið skiptast þannig að móðir fái fimm mánuði, faðir fimm og síðustu fimm mánuðunum geti foreldrarnir skipt á milli sín eins og þeir vilja.

Innlent
Fréttamynd

Á móti sameiningu á Suðurnesjum

Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum.

Innlent
Fréttamynd

Aðrar kosningar í Þýskalandi?

Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá.

Erlent
Fréttamynd

Of seint að hætta við framboðið

Formaður Frjálslynda flokksins segir réttast að hætta við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Formenn Samfylkingar og Vinstri - grænna telja hins vegar of seint að hætta við.

Innlent
Fréttamynd

Halldór situr leiðtogafund Sþ

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður í Bandaríkjunum næstu þrjá daga en hann situr leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York. Forsætisráðherra mun ávarpa leiðtogafundinn á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarmyndunarviðræður hafnar

Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi eru hafnar og telja má næsta víst að Verkamannaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn myndi saman næstu ríkisstjórn enda gengu þessir þrír flokkar að því leytinu bundnir til kosninga að þeir gáfu það út í baráttunni að þeir stefndu að því að starfa saman.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Þýskalandi

Þingkosningarnar í Þýskalandi á sunnudaginn verða æsispennandi ef marka má nýjar skoðanakannanir. Flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, virðist aðeins vera að dala að nýju eftir að hafa bætt verulega við sig í kjölfar sjónvarpskappræðna kanslaraefnanna tveggja fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Karlar að vakna til vitundar

Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlar að halda karlaráðstefnu um jafnréttismál í haust við góðar undirtektir. Hann segir að karlar séu að vakna til vitundar um jafnréttismál og það breikki umræðuna að þeir taki virkan þátt í henni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Aðildarumsókn ekkert einkamál

"Eðlilega þrýsta Norðurlandaráðherrarnir á okkur. Það var samkomulag um að Ísland færi í þetta ekki aðeins fyrir okkar hönd heldur einnig fyrir hönd allra Norðurlandanna. Þetta eru því líka hagsmunir annarra en okkar," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um aðildarumsókn Íslendinga að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Reiðubúinn að aflétta öllum tollum

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna síðdegis að stjórnvöld í Wahsington væru reiðubúin að aflétta öllum tollum og viðskiptahömlum ef aðrar þjóðir gerðu það sama.

Innlent
Fréttamynd

Athyglisvert val RÚV á viðmælendum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir val stjórnenda Kastljóss á fulltrúa minnihluta gegn borgarstjóra, athyglisvert. Flugvallarmálið hafi verið til umræðu og stjórnendur Kastljóss hafi ákveðið að kalla til leiks varaborgarfulltrúa og prófkjörskandidat til að skiptast á skoðunum við borgarstjóra um málið í stað þess að kalla til oddvita minnihlutans til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu

Hagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að verðbólgan sé að stórum hluta tilkomin vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Tímasetningar á framkvæmdum hafi verið rangar. Annar hagfræðingur segir að þenslan sé ekki lengur aðeins bundin við olíuverð og íbúðaverð heldur sé að breiðast út um hagkerfið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Spá hækkun stýrivaxta

Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Velferð í ríku landi

Þetta er glæsilegur sigur sem Verkamannaflokkurinn vann," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Flokkurinn býður upp á skýran valkost með meirihlutastjórn á vinstrivængnum og hefur auk þess aftur náð vopnum sínum. Hann var nokkuð klofinn um tíma en kemur nú fram sem ein heild með sterka ásýnd."

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi

Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Styður hugmyndir um flutning flugs

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ lýsir stuðningi við yfirlýsingu annarra stjórnmálaafla í sveitarfélaginu um að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Það muni styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Tekst ekki að ljúka hringvegi

Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða.

Innlent
Fréttamynd

Leggur fram fé vegna hamfara

Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja til 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra.

Innlent
Fréttamynd

Flutningstími sjúkra muni lengjast

Það er ekki og verður aldrei valkostur, samkvæmt ákalli frá Norðurlandi, að lengja flutningstíma bráðveikra og slasaðra af landsbyggðinni á hátæknisjúkrahús í Reykjavík, með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður.

Innlent
Fréttamynd

Fjárstuðningur við Bandaríkin

Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Leggur fram fé vegna Katrínar

Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki sameiningu bæjarfélaga

Samtökin Áfram, sem verið er að stofna á Norðurlandi, hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum eftir mánuð. Þau telja ótækt að ekki sé ákvæði í lögum um að hægt sé að snúa til baka og skilja sveitarfélög í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót fyrir systurflokk VG

"Úrslitin í Norsku þingkosningunum vekja blendnar tilfinningar þar eð Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur okkar, tapaði talsverðu fylgi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Hugað verði að Vesturlandsvegi

Ekki verður farið í að tvöfalda um eins kílómetra langan kafla af Vesturlandsvegi frá Skarhólabraut að Langatanga í Mosfellsbæ fyrr en eftir þrjú til fjögur ár vegna fjárskorts. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar er mjög ósátt við þetta og finnst með ólíkindum að þessi fjölfarni vegur skuli sitja á hakanum þegar verið er að útdeilda fjármagni vegna sölu Símans.

Innlent