Fréttir af flugi

Fréttamynd

Þristarnir fresta för til morguns

Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld

Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada.

Innlent
Fréttamynd

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag

Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda.

Innlent
Fréttamynd

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.

Innlent
Fréttamynd

Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík

Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15.

Innlent