Pepsimörkin: Viðtöl eftir leik KR og Þórs
KR sigraði Þór frá Akureyri 3-1 á heimavelli í fjórðu umferð Pepsideildarinnar í gær og var leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Arnar Björnsson ræddi við Pál Gíslason þjálfara Þórs, Rúnar Kristinsson þjálfara KR, Atla Sigurjónsson leikmann Þórs og Óskar Örn Hauksson leikmann KR. Viðtölin voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær.