Þórsurum er spáð neðsta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport
„Við ætlum að skemmta okkur og ná í fullt af stigum. Það er mjög eðlilegt að liðum sem koma upp sé spáð falli – nema að einhverjar stórkostlegar breytingar hafi átt sér stað. Að mínu mati erum við sterkari en í fyrra og við höfum fengið til okkar sterka leikmenn á borð við Gunnar Már Guðmundsson,“ sagði Páll Gíslason þjálfari nýliða Þórs í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.