Viðskipti innlent

Fura Ösp nýr for­maður stjórnar hjá Branden­burg

Atli Ísleifsson skrifar
Fura Ösp Jóhannesdóttir.
Fura Ösp Jóhannesdóttir. Brandenburg

Fura Ösp Jóhannesdóttir hefur tekið sæti í stjórn hjá sköpunarstofunni Brandenburg og mun þar fara með stöðu formanns stjórnar. 

Í tilkynningu segir að Fura hafi átt farsælan feril í hönnunarheiminum. Hún sé í dag sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hönnuður, en hafi síðast starfað hjá einni virtustu auglýsingastofu heims, HUGE, sem yfirsköpunarstjóri eða Global Chief Creative Officer

„Þar áður var hún yfirhönnunarstjóri (Chief Design Officer) hjá Publicis Sapient. Lengst af starfaði hún hjá R/GA í New York, en þar fór hún fyrir hönnunarteymum víða um heim, m.a. í London, Stokkhólmi og Tyrklandi,“ segir í tilkynningunni. 

Ennfremur segir að Fura hafi unnið fyrir mörg stærstu vörumerki heims og leitt skapandi vinnu og stefnumótun, má þar nefna Nike, Samsung, Walmart, Volvocars, Galleries Lafayetta. „Auk þess hefur hún verið formaður dómnefnda í mörgum virtustu verðlaunum hönnunar, sköpunar og markaðsmála, má þar nefna Cannes Lions, Clios, One Show, Eurobest og D&AD, en þar hefur hún setið í stjórn frá árinu 2020.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×