„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 20:00 Grunnvatnsstaðan er ekki góð í landi Jóns Árna. Jón Árni Þórisson Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. „Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“ Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“
Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00