„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 15:07 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. vísir/sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“ Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“
Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira