Innlent

Lítill skjálfti fannst í Hvera­gerði vegna ná­lægðar við bæinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skjálftinn fannst í Hveragerði.
Skjálftinn fannst í Hveragerði. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti sem mælist 1,6 að stærð fannst við Hveragerðisbæ í kvöld.

Þó að skjálftinn sé heldur smár, þá fannst hann vegna nálægðar sinnar við bæinn, en hann mældist í um það bil kílómetra fjarlægð frá honum.

Jarðskjálftinn mældist í Reykjafjalli sem er rétt austan við Hveragerði.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, útskýrir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að um sé að ræða venjulegan brotaskjálfti á Suðurlandsbrotabeltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×